Sjúkraþjálfun Grafarholts
Sjúkraþjálfun Grafarholts hóf störf árið 2014 en í dag starfa þar Davíð Örn, Hlynur Helgi og Eyja. Markmið okkar eru að veita bestu þjónustu sem völ er á, byggða á vísindalegum grunni, reynslu okkar og þörfum skjólstæðinganna.
Stöðin er staðsett í Jónsgeisla 93 og er með flott útsýni yfir Úlfarsársdalinn og gott aðgengi. Æfingasalur og tækjabúnaður hefur nýlega verið endurnýjaður og erum við því vel í stakk búin til þess að sinna allri almennri sjúkraþjálfun.
Starfsmenn
Hlynur Helgi Arngrímsson
Hlynur Helgi útskrifaðist frá Háskóla Íslands með B.Sc gráðu í sjúkraþjálfun árið 2019 og M.Sc gráðu í sjúkraþjálfun vorið 2021.
Hlynur sinnti starfi sjúkraþjálfara hjá Gróttu fyrir meistaraflokk karla 2017-2019. Þá hefur hann sinnt starfi sjúkraþjálfara á æfingum yngri landsliða Íslands í Knattspyrnu. Auk þess hefur hann sinnt starfi sjúkraþjálfara í keppnisferðum hjá U15, U17 og U21 karla í knattspyrnu.
Hlynur hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari barna og unglinga frá árinu 2010 og starfaði sem aðstoðarþjálfari meistarflokks karla hjá Leikni Reykjavík 2019-2022. Hann hefur lokið þjálfaragráðu UEFA B + KSÍ 7.
Hlynur hefur farið á teipinganámskeið í tengslum við íþróttasjúkraþjálfun og hefur lokið Dynamic tape 1. Hlynur vann hjá Hæfi endurhæfingarstöð sumarið 2021 þar til hann hóf störf hjá Sjúkraþjálfun Grafarholts í janúar 2022.
Davíð Örn Aðalsteinsson
Davíð Örn útskrifaðist frá Háskóla Íslands með B.Sc gráðu í sjúkraþjálfun árið 2019 og M.Sc gráðu í sjúkraþjálfun vorið 2022. Að auki lauk hann B.Sc gráðu í matvælafræði árið 2014. Sem nemi starfaði Davíð á Reykjalundi, Hjúkrunarheimilinu Eir, Stíganda og Krabbameinsdeild Landspítalans.
Davíð hefur sinnt starfi sjúkraþjálfara hjá mörgum íþróttafélögum ásamt því að hafa unnið með yngri landsliðum í keppnisferðum. Hann hefur meðal annars starfað með ÍR, Víking Reykjavík, Gróttu, Leikni Reykjavík og Aftureldingu. Einnig sá hann um styrktarþjálfun yngri flokka hjá Stjörnunni og fyrir Spörtu.
Davíð tekur að sér alla almenna sjúkraþjálfun en hans helstu áhugasvið eru öldrunarsjúkraþjálfun og meðhöndlun íþróttameiðsla.
Eyja Hafþórsdóttir
Eyja útskrifaðist frá háskólanum í St. Augustine í Flórída með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun sumarið 2009. Hún hefur 13 ára starfsreynslu og hefur starfað á endurhæfingarstofnunum og við heimasjúkraþjálfun en frá árinu 2020 hefur hún starfað á sjúkraþjálfarastofunni Apex Health and Rehab við góðan orðstír.
Helstu áhugasvið Eyju eru kvenheilsa og meðhöndlun hlaupameiðsla. Hún hefur meðal annars lokið námskeiðum um grindarbotninn frá Herman and Wallace Institute og námskeiði í meðhöndlun hlaupameiðsla kvenna. Eyja hóf störf hjá Sjúkraþjálfun Grafarholts í Júlí 2023.