Sjúkraþjálfun Grafarholts tekur mið af gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands og samningi þeirra við Félag Sjúkratrygginga. Í almanaksmánuði greiða almennir sjúkratryggðir einstaklingar að hámarki 34.950 kr. á meðan aldraðir, öryrkjar og börn greiða að hámarki 23.301 kr. Komugjald okkar er 1.750 kr. Við viljum benda skjólstæðingum okkar á að mörg stéttarfélög veita styrki vegnar kostnaðar við sjúkraþjálfun.
Sjái skjólstæðingur sér ekki fært að mæta í tíma skal afboða fyrir klukkan 16:00 deginum áður eða 9:00 samdægurs ef um veikindi er að ræða. Ef tilkynning berst ekki eða berst of seint verður forfallagjald innheimt sem nemur 8528kr. Tilkynna skal forföll í síma 558-0340 á milli 8:00-18:00 á virkum dögum eða með tölvupósti á sjukraholt@sjukraholt.is.