Vatnsleikfimi

Við höfum opnað fyrir skráningu í vatnsleikfimi undir leiðsögn sjúkraþjálfara í Mörkinni, Suðurlandsbraut 64, á mánudögum og miðvikudögum 14:50. Lengd námskeiðs er 4 vikur. Æfingar í vatni geta hentað vel fyrir einstaklinga með einkenni frá stoðkerfi. Æfingarnar eru settar upp með áherslu á aukningu úthalds, styrks og liðleika. Einstaklingar geta verið á mismunandi stað í sinni endurhæfingu en tímarnir verða settir upp þannig að allir ættu að að hafa gagn og gaman af hverjum tíma óháð líkamlegu ástandi.

Til að byrja með munum við bjóða upp á einn hóp klukkan 14:50 á mánudögum og miðvikudögum. Fyrsti tími verður mánudaginn 16.10.2023.

Verð er samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands ásamt komugjaldi ef einstaklingur er með beiðni. Kostnaður fer eftir stöðu einstaklings innan heilbrigðiskerfisins.

Skráning fer fram í gegnum sjukraholt@sjukraholt.is eða í síma 588-0340. Taka skal fram nafn, kennitölu, símanúmer.

 

 

sund1jpg
Mynd-2
sund3